Góður matur - gott líf í takt við árstíðirnar

Inga og Gísli Egill hafa lengi haft brennandi áhuga á mat og matargerð og viðað að sér víðtækri þekkingu og reynslu. Í þessari einstöku bók sýna þau hvernig fjölskyldan getur notið þess besta sem lífið hefur að bjóða með því að þiggja gjafir náttúrunnar; rækta, tína, veiða, verka og nýta – og elda síðan og framreiða það sem hollt er og gott.


Í bókinni má finna einfaldar leiðbeiningar um öflun, ræktun og meðhöndlun á ýmiss konar árstíðabundnu íslensku hráefni. sagt er í myndum og máli frá fjölbreyttri matseld, verkun og vinnslu, svo sem súrdeigsbakstri, söltun, reykingu, ostagerð, pylsugerð og meðferð villibráðar.

sjá nánar

Saltlögur fyrir kalkún

Að leggja kalkún í saltlög er áhrifarík aðferð til að koma í veg fyrir að kjötið þorni upp við eldun.

sjá nánar

Að búa til baguette

Baguettebrauð eru ómissandi með mat.

sjá nánar

GOTT AÐ VITA ...

Í bókinni Góður matur - gott líf eru kaflar um pylsu- og ostagerð. Við gerum ráð fyrir að margir vilji vita hvar hægt sé að kaupa pylsugarnir og ostahleypi. 
Pylsugarnir er hægt að fá hjá heildverslunni NOKK ehf, Kjalarvogi 5, Reykjavík, sími: 533 5555.   
Ostahleypir fæst í Búrinu ostaverslun, Nóatúni 17, Reykjavík, sími: 551 8400.

Ef eru fleiri hráefni sem ykkur vantar upplýsingar um, sendið þá endilega á okkur fyrirspurn og við reyna að svara eins fljótt og hægt er.

Rauðrófu- og gulrótarsúpa
Holl og góð grænmetissúpa. Ef eitthvað verður eftir af henni er upplagt að taka með sér í vinnuna daginn eftir og borða í hádeginu því þá er hún jafnvel orðin enn betri.

sjá uPPskrift

Laxasúpa
Í fiskbúðunum er stundum hægt að finna laxahausa á sérlega góðu verði - nú, eða kannski endaði laxinn sem þú veiddir á grillinu en þú veist ekki hvað þú getur gert við beinin og hausinn. Hér er einföld og sérlega fínleg og góð laxasúpa sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er.

sjá uPPskrift

Blómkálssúpa
Ódýr og saðsöm súpa sem fljótlegt er að búa til.

sjá uPPskrift

Góður matur – gott líf
NETKLÚBBUR

Vertu meÐ og fáÐu senda

áminningu þegar nýtt efni

kemur inn á vefinn

Öðru hvoru bætum við inn nýju efni sem tengist bókinni með einhverjum hætti s.s. árstíðar tengdar uppskriftir, góð kaup, áhugaverð hráefni til matargerðar eða góð ráð.
SkráÐu netfangiÐ þitt hér fyrir neÐan